Um Okkur
Fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi
Minivélar er fjölskyldufyrirtæki staðsett á Norðurlandi, stofnað af einstaklingi með djúpar rætur í vélavinnu og framkvæmdaiðnaði. Eigandinn ólst upp í sveitinni þar sem fyrstu skrefin í vinnuvélum voru stigin aðeins 12 ára gamall. Þaðan lá leiðin til verktakastarfa í Skagafirði, þar sem ástríðan fyrir vélum og öflugum búnaði varð til.
Frá þessum bakgrunni spratt hugmyndin að Minivelar – fyrirtæki sem stefnir að því að gera aðgengi að kraftmiklum vinnuvélum auðveldara, hagkvæmara og persónulegra. Við viljum brúa bilið milli einstaklinga og verktaka, þar sem allir geta fundið hágæða vélar og græjur á góðu verði – hvort sem það er fyrir garðinn, bústaðinn, eða atvinnuframkvæmdir.
Persónuleg ráðgjöf: Við hjálpum þér að velja réttu vélina fyrir þitt verkefni.
Varahlutaþjónusta: Við tryggjum að þú fáir þá aukahluti og varahluti sem þú þarft.
Viðhald og eftirfylgni: Við leggjum áherslu á að þjónusta vélarnar sem við seljum og tryggja langan líftíma þeirra.
Við hjá Minivelum trúum því að hver einasti viðskiptavinur skuli fá persónulega þjónustu og vélar sem standast allar væntingar. Hvort sem þú ert að leita að vél fyrir heimilið, bústaðinn eða stærri framkvæmdir, þá erum við hér til að aðstoða.