Öflug og fjölhæf í krefjandi aðstæður
HT18 er sérhönnuð fyrir þá sem þurfa öfluga og fjölhæfa vinnuvél með hámarksafköstum í krefjandi aðstæðum. Hún er búin Kubota D722 vatnskældri dísilvél sem skilar 16,3 hestöflum og er þekkt fyrir áreiðanleika, eldsneytisnýtingu og langan líftíma. Með breikkanlegum undirvagni og sveigjanlegri bómu er HT18 lipur og stöðug, jafnvel á ójöfnu undirlagi. Vélin er með húsi með hitara, sem gerir vinnu í köldu eða röku veðri mun þægilegri. Opnanleg framrúða veitir betra skyggni og auðveldar vinnu í rigningu eða ryki. HT18 er einnig búin glussastýrðum þumli, mekanísku hraðtengi og 40 cm skóflu, sem gerir hana fjölhæfa í ýmiss konar jarðvinnuverkefnum. HT18 er CE, SGS, TUV og ISO vottuð, sem tryggir gæði og áreiðanleika. Með skjótum afhendingartíma og öflugri þjónustu er hún frábær valkostur fyrir verktaka og einstaklinga sem þurfa trausta og endingargóða gröfu sem skilar hámarksafköstum í öllum aðstæðum.
HT18-3 1.8ton Mini Excavator
HT18
13.2 kW
1800 kg
0.06 m³
HT18 er öflug og endingargóð grafa með vatnskældri Kubota D722 vél sem skilar hámarksafli og áreiðanleika. Með sveigjanlegri bómu, breikkanlegum undirvagni og fjölhæfum aukahlutum er hún tilvalin fyrir krefjandi verkefni í jarðvinnu, verktöku og landmótun.
Verð án vsk.
2.490.000 kr.
Frí heimsending
Aukahlutir á lager
Persónuleg þjónusta
Varahlutir á lager
Háþróuð Kubota dísilvél
HT18 er með Kubota D722 vél sem skilar allt að 14 kW afli með mikilli eldsneytisnýtingu og jafnaðri hitadreifingu. Vélin hefur lengri líftíma en hefðbundnar vélar, sem tryggir meiri áreiðanleika og lægri rekstrarkostnað.
Framúrskarandi vökvakerfi
HT18 er með fjögurra þátta vökvakerfi sem veitir nákvæma stjórn í erfiðum aðstæðum. Vökvakerfið er einnig með fastar slöngur sem koma í veg fyrir skemmdir við vinnu. .
Fjölbreyttir aukahlutir
HT18 getur verið búin glussaskiptitengi, þröngri skóflu, hamar, bor, hallandi skóflu, rippu, röku, gripkló, trjáklippum og jafnvel sláttuvél, sem gerir hana að alhliða vinnuvél fyrir mismunandi verkefni.
Helstu upplýsingar
Þyngd
1800 kg
Vél
Kubota D722
Afl
16,3 hp
Eldsneyti
Dísel
Skóflu breidd
40cm